Fáðu fleiri viðskiptavini með betri sýnileika á Google

Við hjálpum fyrirtækjum að birtast ofar í leitum með réttum upplýsingum, áhrifaríkri lýsingu og góðum umsögnum.

1981-digital-bf9sZBcGQl4-unsplash

Vantar fyrirtækinu þínu sýnileika á Google?

Við setjum upp Google fyrirtækjasíðuna þína með lýsingu sem inniheldur rétt leitarorð (SEO), þannig að fyrirtækið þitt birtist í staðbundnum leitum, vekur traust og nær betur til nýrra viðskiptavina. Við komum líka Google Analytics í gang svo þú getir fylgst með árangrinum, því án mælinga er ómögulegt að vita hvað skilar raunverulegum árangri.

 

Sýnileiki sem skilar sér

Við tryggjum að fyrirtækið þitt birtist þegar fólk leitar í þinni starfsgrein.


Við setjum upp Google fyrirtækjasíðuna með:
✓ Réttum flokki
✓ Nákvæmri staðsetningu
✓ Staðfestum upplýsingum

Traust með umsögnum

Við hjálpum þér að byggja upp sterka nærveru með jákvæðum umsögnum.


Við búum til stefnu sem:
✓ Hvetur viðskiptavini til að skilja eftir umsagnir
✓ Hjálpar þér að svara bæði jákvæðum og neikvæðum umsögnum
✓ Eykur trúverðugleika og bætir stöðuna í leitum

 

Innsýn með Google Analytics

Við komum Google Analytics í gagnið svo þú sért með raunveruleg gögn í höndunum.

Þú færð aðgang að mælaborði þar sem þú getur fylgst með: 
✓ Fjölda heimsókna
✓ Hvaðan gestirnir koma (leitarvélar, samfélagsmiðlar o.fl.)
✓ Hvað fólk skoðar og hversu lengi það dvelur

Google Vöxtur

Fyrir fyrirtæki sem vilja hámarka sýnileika og byggja upp traust með sterkri Google nærveru, SEO upplýsingum og viðbótarefni sem eykur líkur á viðskiptum.

150.000kr

Innifalin atriði

  • Umsagnir sem byggja traust – útbúum sniðmát og skilaboð til að fá fleiri umsagnir, tilbúin svör við jákvæðum og neikvæðum umsögnum, og QR kóða sem gerir það auðvelt að skilja eftir umsögn.
  • Réttar upplýsingar – tryggjum að símanúmer, netfang, vefur, staðsetning og opnunartímar (þ.m.t. rauðir dagar/frí) séu skráð rétt, og fjarlægjum tvíteknar eða rangar skráningar á Google Maps.
  • Sterk framsetning – skrifum lýsingu með lykilorðum, setjum inn þjónustu og verð, þjónustuflokka, og hlöðum upp 3–5 myndum af staðnum, teyminu eða þjónustunni.
  • Mælanlegur árangur – setjum upp Google Analytics með aðgangi að mælaborði, útbúum leiðbeiningar um notkun.
  • PDF leiðbeining um hvernig þú heldur prófílnum lifandi (uppfæra tíma, bæta við myndum, óska eftir umsögnum o.fl.)
  • Árangursskýrsla: fyrir/eftir samanburður sem sýnir sýnileika og heimsóknir
Nútímaleg vefsíða á tölvuskjá sem sýnir þjónustu Birta.

Google Analytics – Fylgstu með árangrinum

Við setjum upp Google Analytics fyrir fyrirtækið þitt þannig að þú getur fylgst með árangrinum. Google Analytics gefur þér raunveruleg gögn þannig að þú getur tekið betri ákvarðanir um auglýsingar, breytingar og hvernig þú nærð betur til viðskiptavina.

Þú færð aðgang að mælaborði þar sem þú getur fylgst með:

✓ Hve margir heimsækja síðuna þína

✓ Hvaðan þeir koma (leitarvélar, kort, samfélagsmiðlar o.fl.)

✓ Hvað fólk skoðar og hversu lengi það dvelur

Þjónustan okkar

Birta sérhæfir sig í að aðstoða lítil fyrirtæki á Íslandi og á Norðurlöndunum við að vaxa á netinu. Við bjóðum upp á einfaldar og áhrifaríkar vefsíður og staðbundna leitarvélabestun (SEO). Þjónustan okkar nær yfir uppsetningu á Google prófílum, aukningu sýnileika og hönnun hreinna áfangasíðna. Við gerum það auðvelt að verða sýnilegur og líta vel út á netinu.

HBL_2896

Eden Ósk

Stofnandi & Ráðgjafi í Sýnileika á Google
IMG_3391

Valgerður Helgadóttir

Stofnandi & Ráðgjafi í Google Nærveru

Hafðu samband 

Við svörum innan 24 klst og finnum bestu lausnina fyrir þig.

Algengar Spurningar (FAQ)

Hvað er SEO og hvernig nýtist það mér?

SEO (leitarvélabestun) snýst um að laga texta og uppsetningu þannig að fyrirtækið þitt birtist ofar í leitarniðurstöðum á Google. Þetta eykur líkurnar á að fólk finni þig, skoði þjónustuna þína og hafi samband.

Þarf ég að vera með Google fyrirtækjasíðu nú þegar?

Nei – þú þarft ekki að vera með neitt tilbúið. Við getum stofnað Google Business Profile fyrir þig frá grunni og tryggt að allar upplýsingar séu rétt settar upp frá byrjun.

Hvers konar árangri má búast við?

Flest fyrirtæki sjá meiri sýnileika, fleiri heimsóknir á vefsíðu, auknar fyrirspurnir og betri röðun í Google Maps innan 3–5 vikna. Fyrstu breytingar sjást oft innan nokkurra daga, en stöðugur árangur byggist á góðri uppsetningu og virkni.