Það fer eftir þjónustunni og markmiðum fyrirtækisins. Með Google Ads er hægt að sjá fyrstu niðurstöður innan nokkurra daga, þar sem við byrjum að fá gögn um hegðun notenda innan við 24 klst. SEO tekur lengri tíma, yfirleitt 2–4 mánuði fyrir sýnilegan árangur en gefur stöðugan vöxt til lengri tíma. Með CRO fer það eftir því hversu mikla umferð vefurinn hefur, en prófanir byrja venjulega að sýna áhrif eftir 2–6 vikur.
Það fer eftir markmiðum þínum, fjárhagsramma og hversu fljótt þú þarft niðurstöður.
Google Ads hentar ef þú vilt tafarlausa umferð og auglýsa ákveðna vöru/þjónustu núna.
SEO hentar ef þú vilt byggja upp langtímasýnileika, draga úr kostnaði á smell og auka traust.
Flest fyrirtæki nýta bæði, við greinum þínar aðstæður og leggjum til stefnu sem skilar mestum ávinningi.
Við sameinum gögn, reynslu og prófanir til að hámarka bæði umferð og umbreytingar: Gerum CRO-greiningar og A/B-prófanir til að auka fjölda kaupa úr núverandi umferð. Setjum upp markvissar auglýsingaherferðir á Google og Meta (Facebook/Instagram) með skýrri mælingu á árangri, greinum hegðun notenda, minnkum fráhopp og bætum notendaupplifun. Styðjum við áframhaldandi vöxt með SEO og sjálfvirkni í markaðssetningu.
Shopify CRO (Conversion Rate Optimization) snýst um að breyta heimsóknum í sölu. Við greinum hvað hamlar notendum að klára kaup og prófum markvisst leiðir til að bæta það. T.d. með: Einfaldara greiðsluferli, sterkari call-to-action hnöppum/traustsmerkjum (t.d. endurgreiðsluskilmálar, umsagnir)skilaboðumm sem tala beint til markhópsins/
Árangurinn birtist í meiri sölu án þess að þú þurfir að auka umferð eða eyða meira í auglýsingar.